sunnudagur, nóvember 28, 2004

hmmm

Ég hefði kannski átt að athuga útvarpsdagskrána áður enn ég fór að monta mig. Ég veit semsagt ekkert hvar eða hvenær þessir tónleikar eru í útvarpinu, veit bara hvenær ég á að mæta.

...þvi við erum buin að meikaðaaaa...

Kórinn minn (og ég) ætlar að syngja í Neskirkju á morgun á aðventu tónleikum sem verður útvarpað á gufunni kl 17. Við vorum auglýst í útvarpinu og allt!!!
Persónulega er mér nokk sama hvað við gerum og fyrir hvern ef ég bara fæ að vera með, því þau eru svo frábær og yndisleg og skemtileg :)
en allavega gamlar Ömmur hafa kannski gaman af þessu og það fer líka að koma tími á smá jólaskap, og pakka, og afmæli og...próf

mánudagur, nóvember 22, 2004

Skemtilegt

Að finna gamalt komment sem maður hafði ekki tekið eftir. Takk Ásta mín, þú mátt taka þessu hvernig sem þú villt.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

Það er eitthvað ógeðslegt við að Bush skuli náða tvo fugla og halda svo áfram að myrða fólk í öðrum löndum.

TV

Dr Romano dauður í ER
Eric yfirgefur Donnu í That seventies show
April rekin í americas top model
...
og dönsku klámvísurnar halda áfram að bíða rólegar á skrifborðinu

laugardagur, nóvember 13, 2004

Stum

Ég á að vera að skrifa ritgerð, mjög áhugaverða ritgerð. Mig langar voða mikið að gera hana vel, ég veit allveg hvernig hún á að vera, búin að kryfja efnið til mergja og veit hvað mig langar að segja. Ég tók til í stofunni, raðaði glósunum mínum í tímaröð, kveikti á kertum, kom tölvunni og orðabókunum fyrir og...ekkert. Ég veit ekkert hvað ég á að segja, hvar ég á að byrja eða hvað ég á að gera...

þriðjudagur, nóvember 09, 2004

Já og já eftir miklar bollaleggingar, samningarviðræður og ákvarðanatökur, er ég loksins komin með framtíðina í hendurnar. Ég er orðin stolltur eigandi hvítrar fartölvu. Eithvað er þó framtíðin treg í taumi því ekki hefur verið hægt að komast á netið fram á þessu. Mjallhvít litla hefur gengið manna á á milli til að reyna að fá bót sinna meina og nú er ég loksins komin í samband við umheiminn. Sambúð okkar Mjallhvítar hefur gengið vel fram að þessu, þó er sambýlismaðurinn eitthvað ósáttur við skort á athygli sem þessi breyting hefur valdið, en er að jafna sig Vildi bara deila þessu með ykkur/þér/sjálfri mér.

Annað sem hefur drifið á daga síðastliðinn mánuðin:
Ég var alltaf blaut í vinstri fótinn
Og kalt á eyrunum
(í kjölfarið uppgvötvaði ég gat á skónum mínum og keypti mér húfu)
Búin að sofa yfir mig, að meðaltali tvisvar í viku
Skrifa óskalista yfir allt sem mig langar í...laaangann
Farið í fullt af prófum og svoleiðis
Fór á tónleika með NýDönsk og sinfó,æði!!!
Eignast nýtt uppáhalds lag, textahöfund og söngvara
en missti af Marianne Faithfull tónleikunum
Keypti skó sem eru svo ljótir að þeir eru flottir (bleikir með blómum)
Fór í grímupartí dulbúin sem rósarunni (wearing said shoes
Fór í nítíuogeinsárs afmæli ömmu minnar
Hitti Ástu mína og fékk að hlæja að henni eina kvöldstund,v. nice
og mest lítið annað

Það sorglega við þetta er að þessi mánuður var óvenju viðburðarríkur, sem getur bara þýtt eitt...my life is crashingly boooring