sunnudagur, maí 03, 2009
Hildur Inga Hákonardóttir
Hildur Inga fæddist 1. maí kl 16:35 eftir það sem lengst af var tíðindalítil fæðing en endaði í smá drama þar sem hún ákvað að fara að fordæmi móður sinnar og vefja naflastrengnum um hálsinn á sér, til skrauts. Uppúr þessu hafði hún marblett á hnakkann (eftir sogklukku) og stutta dvöl á vökudeild. Hún jafnaði sig þó fljótt og vel og var komin til okkar rúmum fjórum tímum seinna.
Mamma hennar uppskar hins vegar bestu vímu æfi sinnar í formi glaðlofts á meðan á saumaskap stóð því það var engin skurðstofa laus til að sinna henni. Það gekk þó vel fyrir sig, þó hún verði líklega lengur að jafna sig en dóttirin. Hún reyndist, öllum að óvörum, vera 16 merkur og 52 sentimetrar og samkvæmt sérfræðingum í bransanum hefði hún líklegast ekki komist út hjálparlaust. Pabbinn hefur það eftir atvikum gott.
Við gistum á sængurkvennagangi nóttina á eftir en forðuðum okkur þaðan sólahring síðar með böns af verkjalyfjum, búnnt af bleikum rósum og eitt barn. Hildur var ekkert að tvínóna við hlutina en valdi fyrstu nóttina heima til að taka foreldra sína alveg á taugum í nokkra klukkutíma því hún fékk í magann. Við íhuguðum þá alvarlega að skila henni bara aftur en fyrirgáfum henni samt seinna því við náðum þó fjórum tímum af samfeldum svefni sem ljósan sagði að væri bara mjög gott. (Hún er samt enn með skiptimiðann á sér!)
Næstu daga ætlar Hildur Inga að æfa sig að sjúga og foreldrar hennar ætla að æfa sig að sofa í skorpum.
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Innilega til hamingju með Hildi Ingu! Hún er algjör bjútíbolla! Hlakka mikið til að fá að koma í heimsókn!
Kv. Hildur hin elsta!
Æðisleg mynd af henni. Enn og aftur innilega til hamingju.
Þú ert mjög skemmtilegur penni, segir skemmtilega frá, alltaf gaman að lesa frá þér, mættir skrifa oftar.
Hóta hér með að mæta í heimsókn í vikunni, barnlaus auðvitað, mér hlýtur að vera að batna.Stelpurnar biðja að heilsa nýju frænkunni og foreldrum auðvitað, fannst rosa gaman að fá að skoða myndirnar í tölvunni, Hrefna María vildi skoða aftur og aftur og aftur og aftur.
Kveðja,
Helga "föða".
Innilegar hamingju óskir með erfingjann.
kv Sandra
Æðislega gaman að lesa.
Vona að fjölskyldunni heilsist vel og að æfingarnar gangi vel :D
Flott mynd af Hildi litlu
(langaði rosalega að segja prinsessa þarna en mig grunar að móðirin taki því ekki vel ;) )
Update:
Pabbi hennar tók skiptimiðann af henni í dag svo ætli við höldum henni ekki.
Skrifa ummæli