miðvikudagur, júlí 30, 2008

Nærbuxnablogg

Það hefur þó sína kosti að vera fullorðin. Eins og til dæmis núna þegar ALLAR nærbuxurnar mínar (sem NB eru ekki margar) eru óhreinar. Þá get ég bara dregið fram nærbuxur eiginmannsins sem hann vill ekki nota því þær eru svo gamlakallalegar og sprangað í þeim um alla íbúð.
Að hugsa sér að það var bara fyrir litlum tveimur og hálfu ári að ég varð skrítinn á svipin og muldraði nokkrar lélegar afsakanir þegar ég neitaði að þiggja svipaðar boxernærbuxur sem hann bauð mér svo ég þyrfti ekki að fara heim í sturtu, og þar með frá honum.

Sannleikurinn var reyndar sá að ég þorði ekki að þiggja þær ef ske kynni að ég passaði ekki í þær, en annað hvort hef ég grennst, hann fitnað eða svona flíkur teygist svona helvíti vel.

Svo er þetta snilldarklæðnaður í svona hita!

3 ummæli:

Bidda sagði...

Hehe minnir mig á Interrailið forðum daga þegar Bidda varð uppiskroppa með þetta mikilvæga nærhald og fékk hjá samferðamanninum þennan fína boxer. Ég kæmist nú sennilega ekki í þær í dag en hann svosem ekki heldur greyið:P

Ásdís sagði...

það er alltaf hægt að nota sundbolinn þegar allt er komið í þrot

Nafnlaus sagði...

Sakna þin!