fimmtudagur, júlí 03, 2008
Afmælisblogg
Í dag 3. júlí á þessi litli drengur og besti vinur minn afmæli.
Hann verður þrítugur sem þýðir fullorðið.
Því að verða fullorðinn fylgja margar kvaðir til dæmis að þurfa að hafa áhyggjur af gengisbreytingum og fara ekki til útlanda þó mann langi til þess því það er ekki skynsamlegt. Þessi aldurs viska er þó líka þess valdandi að menn (allavega þessi) eru lausir við áragamlann yfirdrátt og þarf ekki lengur að vera með samviskubit yfir því að kaupa sér pulsu.
Fyrir þessu verður skálað í kampavíni von bráðar. Hann þarf bara að finna einhvern til að deila með sér flöskunni.
Og bara af því að mér finnst hann svo sætt barn...
Hann hefur samt voða lítið breyst við að verða fullorðinn. Hann er ennþá alltof góður við mig, lætur mig kaupa föt svo að ég sé ekki með móral yfir druslulegheitum og heldur utanum mig á nóttunni.
Annars get ég voða lítið toppað það sem ég sagði um hann þegar við giftum okkur svo þið lesið það bara aftur, það er hérna aðeins neðar. Það er holl og góð lesning.
Til hamingju með afmælið ástin mín.
(Louísa nú máttu segja til hamingju!!!)
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
ég er allveg til í að skála í kampavíni!!!
Innilegar hamingjuóskir á góðum degi. Merkilega við afmælisbarnið er að hann er jafnvel mikið mun fallegri að innan en utan.
Einn af mínum allra uppáhalds manneskjum í þessum heimi. Svo er hann líka svo vel giftur.
Svei mér þá ef ég sé ekki svip með honum og Hrefnu Maríu þarna læðast sérstaklega á næst neðstu myndinni.
Ekki leiðum að líkjast.
Til hamingju með afmælið! Stór dagur :)
...og til hamingju með að vera enn á lífi í netheimum ;Þ
Skrifa ummæli