mánudagur, febrúar 18, 2008

Er hætt að gubba en byrjuð að læra undir próf sem er næstum jafn slæmt. Hrf því aungvan tíma fyrir eitt né neitt skemmtilegt næstu daga, en býð í ofvæni eftir 27. febrúar því þá get ég farið að slugsast á kvöldin með góðri samvisku.

Tókst líka um helgina að stýra sjálfri mér af braut sem ég vildi ekkert vera á og er nú orðin miklu rólegri í sjálfri mér. Skammast mín fyrir að viðurkenna að ég hlakka næstum til þegar skýrdagur er kominn og farinn og ég get farið að hugsa um eithvað annað.

fimmtudagur, febrúar 14, 2008

Mikill er máttur internetsins

Ég hef komist að því ég þarf ekki lengur á læknum að halda til að greina mína kvilla. Ég fer bara á netið og gúgla einkennin og skömmu síðar er ég komin með sjúkdómsgreiningu. Um daginn greindi ég t.d sjálfa mig með þetta hér.
Í dag greindi ég svo sjálfa mig með þetta hér. Mig grunnti þetta nú svo sem fyrir, þetta er búið að vera að ganga síðustu mánuði og þar að auki þarf mikið til þess að parkera mér svona permanently fyrir framan klósettið eins og ég hef verið síðastann hálfan sólahring.
Ég hef sagt frá því áður að ég gubbi einungis u.þ.b einu sinni á fimm ára fresti (alla vega síðustu ár, en nú hefur mér tekist að margfalda þá tölu með þremur síðan í gærkveldi. Og því ligg ég hér búin að drekka meira magn af kóki í einu en ég hef gert í fimm ár og þori ekki út úr herberginu okkar, því það stendur í leiðbeiningunum að sjúklingur skuli halda sig við eitt herbergi á meðan pestin gengur yfir. Missi því líklegast af matnum í Perlunni sem mér var boðið í á morgun og deitinu við saumakonuna sem ég átti á milli fimm og sex.
Verst þykir mér þó allt fólkið (+ öll börnin) sem ég kann að hafa smitað og biðst ég innilegrar afsökunar á því.

þriðjudagur, febrúar 12, 2008

Strike that!

Komin í samband við umheiminn!

mánudagur, febrúar 11, 2008

Er símalaus, hringið í Hákon.

sunnudagur, febrúar 10, 2008

Hata að pakka!!!!

þriðjudagur, febrúar 05, 2008

Á Demantinum.

Ég á heimsins du h h h uglegasta kærasta. Hann er búin að sitja og læra í marga daga og í morgun vaskaði hann upp áður en við fórum á Demantinn. Ekki ég. Ég er ekki dugleg,ég kúrði bara lengur í morgun og er svo bara að hanga í tölvunni því ég nenni ekki að læra.
Þess vegna veit ég að vísindakona ein var að komast að því að ganga í pinnahælum er svona agalega góð fyrir grindabotnsvöðvana og vonast hún til, með nánari rannsóknum, að geta sannað það að dagleg notkun hárra hæla geti komið í stað iðkun grindabotns æfinga.

sunnudagur, febrúar 03, 2008

Kraftaverk!!

Skrifaði þrjú email og fékk öll þau svör sem ég hafði vonast eftir og þar með eru allir stóru bútarnir komnir á sinn stað og lífið orðið talsvert auðveldara.

Annað og merkilegra, get gengið á háhæluðum skóm svo að segja skammlaust (bara ekki pinnahælum en það er allt í lagi). Þetta myndi nú reyndar ekki flokkast undir kraftaverk heldur mikla þrautsegju og pilluát af minni hálfu. Bólgan í liðnum að minka og fóturinn að styrkjast með hjálp mikilla æfinga.
Roslega skery samt að lamast svona. Venjulega ef ég haltra þá er það vegna þess að það er vont að labba venjulega. Núna labbaði ég bara af stað og tók ekki eftir neinu fyrr en ég var farin að finna til hér og þar og tók eftir því að ég var komin í keng og fóturinn allur beyglaður undir mér, eða svoleiðis. Ég er neblega svo laus í liðunum að ef það eru engir vöðvar til að styðja þá (í þessu tilfelli á utanverðum fótleggnum) þá verð ég eins og tuskudúkka.
Svona háir manni reyndar líka í hvíld því þó að maður ætli bara að snúa sér í rúminu þá er fóturinn svo þungur að það er heljarinnar mál að láta hann fylgja restinni.

En, hér með læt ég lokið skrifum af vinstri fótlegg og lofa að skrifa aldrei um hann aftur.