mánudagur, apríl 23, 2007

Vitiði hvers vegna dönskum fjölmiðlum þykir spennandi að það skyldi fæðast stúlka inn í konungsfjölskylduna í fyrsta sinn í 60 ár?
Vegna þess að það verður svo gaman að fylgjast með því í hvernig föt hún verður klædd í!!!

arg ekki minnist ég þess að það hafi nokkur tímann verið minnst á klæðarburð bróður hennar. Reyndar minnir mig að það hafi allir verið svo fegnir að hann var strákur svo það þyrfti ekki að breyta lögunum um arfgengi til krúnunnar. Það á barasta að sparka í svona fólk!

Mikið vona ég að krakkinn verði týpann sem er alltaf með drengja koll og neitar að klæðast pilsum!

mánudagur, apríl 09, 2007

Þögnin

Nú skil ég loksins afhverju tannlæknar þrjóskast við að tala við sjúklinga sína þó þeir séu með kjaftinn fullann af höndum og ýmiskonar tækjum og tólum. Þeir varða nefnilega svo þreyttir á þögninni! Hákon er lasin. Hann er með bullandi hálsbólgu og getur næstum ekkert talað svo samskipti okkar hafa að mestu farið fram í gegnum hvísl og táknmál, ég fer neblega að hvísla líka þó það sé ekkert að mér í hálsinum. Ég er að verða vitlaus því yfirleitt tölum við saman allann daginn þegar við erum bæði heima. Sem betur fer vill hann meina að honum sé að skána og ég er að fara í skólann á morgun svo ég þarf ekki að fara að tala við sjálfa mig... eða vegginn. Sénsinn að ég gæti búið í klaustri!

Svo er síminn minn dauður og ég finn ekki hleðslutækið svo það er ekki hægt að ná í mig þannig, hringið í heima símann.

sunnudagur, apríl 08, 2007

God påske


Einn lasinn maður, fullt af súkkulaði, páskaliljur og afgangar í ofninum síðan úr matarboðinu í gær. Úti er rigningasuddi og þá er er ekkert annað að gera en að kúra sig undir sæng, horfa á restina af Matador og borða.




Gleðilega páska.

föstudagur, apríl 06, 2007

Komin heim!

London var æði. Löbbuðum út um allt og skoðuðum margt. Ég keypti mér ljóta skó, lærði sudoku og komst að sotlu mjög merkilegu um Hákon sem ég hyggst nýta mér á ferðalögum í framtíðinni.
Myndir af reisunni og íbúðinni í myndaalbúminu sem ég bjó til afþví að ég á vera að læra.