þriðjudagur, janúar 03, 2006

Próf

Í Kaupmannahafnarháskóla er allt gert í þríriti, sem betur fer fengum við þrefaldann kalkipapír.
Það mátti bara nota svartann eða bláann kúlupenna og skrifa fast svo að svörinn sæjust á öllum síðum, og alls, alls ekki skrifa út á spássíðurnar svo að það væri hægt að ljósrita prófið seinna. Þegar ég var búin hrósaði yfirsetukonan mér sérstaklega fyrir hvað prófið mitt var skýrt, ég fell þá allavega ekki út á það.
Hverja örk þurfti svo að merkja sérstaklega með nafni og cpr-númeri, blaðsíðu tali og fjölda síðna og í lokin átti maður að rífa allt í sundur og skipta blöðunum í þrjá bunka; gulann, hvítann, og bleikann og leggja hvern fyrir sig í þartilgerð umslög sem líka þurfti að merkja.
Það tók sinn tíma að útskýra allar þessar seremóníur svo nú skil ég afhverju við þurftum að vera mætt hálftíma áður en prófið byrjaði.

Prófið sjálft gekk bara vel.

4 ummæli:

Ásdís sagði...

vóóóo .... þvílíkt vesen...

Nafnlaus sagði...

Þetta er eins og hjá nasistunum. Þar var allt í þríriti.

Nafnlaus sagði...

Er þetta sem bíður mín? Á ég kannski að hætta við?

Anna sagði...

NEI!!! ég kem og sæki þig ef þú gerir það!