Hildur Inga heldur áfram að brillera á leikskólanum í gær fórum við frá henni í tæpan klukkutíma og það var ekkert mál og í dag skildi ég hana eftir kl 9 og svo var hún sótt kl 11. Á þeim tíma hafði hún tekið þátt í söngstund, borðað ávexti, málað eitt málverk og borðað vel af grjónagraut alveg sjálf. Hún var voða glöð að sjá pabba sinn en var samt ekkert að tapa kúlinu neitt þegar hann kom.
Kennararnir eru voða hrifnir af Hildúú og hefur hún strax fengið sína fyrstu umögn: örugg, sjálfstæð og forvitin. Á morgun ætlar Hildur að leggja sig með hinum börnunum og við erum spennt að sjá hvort hún heldur áfram að vera á spariskónum hvað svefnin varðar því hún á það til að vera hundleiðinleg með svoleiðis hérna heima.
Framhald á morgun.
miðvikudagur, apríl 14, 2010
mánudagur, apríl 12, 2010
Hildur í dag.
Að halda úti bloggi í þeim eina tilgangi að geta birt gjafa óskalista fyrir hver jól og afmæli kann að virðast yfirborðskennt og gráðugt, en það virkar að gefa út óskalista, so there! Þess vegna heldur þessi síða áfram að vera til, og ég hef m.a.s stundum sett in færslur í nóvember svo það sé ekki eins áberandi þegar óskalistinn kemur um miðjan desember.
Síðan Hildur Inga fæddist hefur hinsvegar reynst hentugt að skrifa ævintýri hennar hingað inn því það auðveldar helstu aðdáendum hennar að fylgjast með. Svo týnist það líka síður. Hinsvegar er afskaplega létt að tapa þræðinum og þess vegna hefur ekkert verið skrifað síðan um jól.
Hvernig segir maður svo frá helstu atburðum síðustu þriggja mánaða tæplega ársgamals barns í stuttu máli? Það er einfaldlega ekki hægt. Þess vegna ætla ég bara að lýsa Hildi eins og hún er í dag.
HIldur Inga er 11 mánaða og 11 daga gömul. Hún kann að labba og príla, segja mnamnam (matur) og abba (mamma og pabbi). Hún kann líka að benda og standa á tám (ef hún heldur sér í). Hún er komin með þrjár tennur og rauði liturinn er allur að vaxa úr hárinu á henni. Hún á glænýja göngu sandala og er með nýklipptan topp.
Hildur er nokkuð örugg með sig. Hún verður sjaldan feimin og ef það gerist þá stendur það stutt yfir. Hún getur verið óskaplega frek en er oftast góð og glöð og núna er hún með kvef og hálsbólgu.
Í morgun byrjaði hún á leikskóla. Henni fannst það æði. Hún var snögg að rífa dótið sem hin börnin voru að leika með og pabbi hennar var við það að rifna úr stolti þegar litla barnið hans drakk sjálf úr venjulegu glasi án þess að sulla (eins og oftast). Hildur var ekki lengi sigta út kennarana og valdi sér fljótt einn til að eiga fyrir sig. Hún kastaði sér nánar til tekið oft í fangið á henni og vildi helst ekki fara frá henni þegar komið var að heimferð. Við hlökkum s.s mikið til að fara aftur á morgun, stay tuned!
(Fyrir leikskólanördana: Danir gera þetta alveg eins og við, aðlögun tekur rúma viku þar sem viðvera foreldra minnkar smátt og smátt. Hildur fær að hafa myndir af fjölskyldunni uppi á vegg og öll þau hjálpargögn sem hún kann að þurfa fyrstu dagana.)
Síðan Hildur Inga fæddist hefur hinsvegar reynst hentugt að skrifa ævintýri hennar hingað inn því það auðveldar helstu aðdáendum hennar að fylgjast með. Svo týnist það líka síður. Hinsvegar er afskaplega létt að tapa þræðinum og þess vegna hefur ekkert verið skrifað síðan um jól.
Hvernig segir maður svo frá helstu atburðum síðustu þriggja mánaða tæplega ársgamals barns í stuttu máli? Það er einfaldlega ekki hægt. Þess vegna ætla ég bara að lýsa Hildi eins og hún er í dag.
HIldur Inga er 11 mánaða og 11 daga gömul. Hún kann að labba og príla, segja mnamnam (matur) og abba (mamma og pabbi). Hún kann líka að benda og standa á tám (ef hún heldur sér í). Hún er komin með þrjár tennur og rauði liturinn er allur að vaxa úr hárinu á henni. Hún á glænýja göngu sandala og er með nýklipptan topp.
Hildur er nokkuð örugg með sig. Hún verður sjaldan feimin og ef það gerist þá stendur það stutt yfir. Hún getur verið óskaplega frek en er oftast góð og glöð og núna er hún með kvef og hálsbólgu.
Í morgun byrjaði hún á leikskóla. Henni fannst það æði. Hún var snögg að rífa dótið sem hin börnin voru að leika með og pabbi hennar var við það að rifna úr stolti þegar litla barnið hans drakk sjálf úr venjulegu glasi án þess að sulla (eins og oftast). Hildur var ekki lengi sigta út kennarana og valdi sér fljótt einn til að eiga fyrir sig. Hún kastaði sér nánar til tekið oft í fangið á henni og vildi helst ekki fara frá henni þegar komið var að heimferð. Við hlökkum s.s mikið til að fara aftur á morgun, stay tuned!
(Fyrir leikskólanördana: Danir gera þetta alveg eins og við, aðlögun tekur rúma viku þar sem viðvera foreldra minnkar smátt og smátt. Hildur fær að hafa myndir af fjölskyldunni uppi á vegg og öll þau hjálpargögn sem hún kann að þurfa fyrstu dagana.)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)