miðvikudagur, júlí 30, 2008

Nærbuxnablogg

Það hefur þó sína kosti að vera fullorðin. Eins og til dæmis núna þegar ALLAR nærbuxurnar mínar (sem NB eru ekki margar) eru óhreinar. Þá get ég bara dregið fram nærbuxur eiginmannsins sem hann vill ekki nota því þær eru svo gamlakallalegar og sprangað í þeim um alla íbúð.
Að hugsa sér að það var bara fyrir litlum tveimur og hálfu ári að ég varð skrítinn á svipin og muldraði nokkrar lélegar afsakanir þegar ég neitaði að þiggja svipaðar boxernærbuxur sem hann bauð mér svo ég þyrfti ekki að fara heim í sturtu, og þar með frá honum.

Sannleikurinn var reyndar sá að ég þorði ekki að þiggja þær ef ske kynni að ég passaði ekki í þær, en annað hvort hef ég grennst, hann fitnað eða svona flíkur teygist svona helvíti vel.

Svo er þetta snilldarklæðnaður í svona hita!

mánudagur, júlí 28, 2008

Djöfulsins pain in the ass er það að vera fullorðinn!!!!

fimmtudagur, júlí 03, 2008

Afmælisblogg


Í dag 3. júlí á þessi litli drengur og besti vinur minn afmæli.
Hann verður þrítugur sem þýðir fullorðið.

Því að verða fullorðinn fylgja margar kvaðir til dæmis að þurfa að hafa áhyggjur af gengisbreytingum og fara ekki til útlanda þó mann langi til þess því það er ekki skynsamlegt. Þessi aldurs viska er þó líka þess valdandi að menn (allavega þessi) eru lausir við áragamlann yfirdrátt og þarf ekki lengur að vera með samviskubit yfir því að kaupa sér pulsu.
Fyrir þessu verður skálað í kampavíni von bráðar. Hann þarf bara að finna einhvern til að deila með sér flöskunni.


Og bara af því að mér finnst hann svo sætt barn...






Hann hefur samt voða lítið breyst við að verða fullorðinn. Hann er ennþá alltof góður við mig, lætur mig kaupa föt svo að ég sé ekki með móral yfir druslulegheitum og heldur utanum mig á nóttunni.

Annars get ég voða lítið toppað það sem ég sagði um hann þegar við giftum okkur svo þið lesið það bara aftur, það er hérna aðeins neðar. Það er holl og góð lesning.

Til hamingju með afmælið ástin mín.


(Louísa nú máttu segja til hamingju!!!)