miðvikudagur, janúar 30, 2008

Pípúls!

Tjekkið öll pósthólfin ykkar. Öll, líka þau sem þið hafið ekki kíkt á í fjórar aldir. Ef það er bréf frá mér þar, svarið því þá og látið mig vita hvort það hafi komist til skila.

Að öðru: fór í háhælaða skó í dag og gat ekki gengið í þeim öðru vísi en stífa vinstra hnéð og svegja búkin til að ýta honum áfram. Tignarlegt? Neibb.
Á móti kemur að kjóllinn sem ég keypti um daginn af því hann var á svo fáránlegri útsölu en ekki af því að hann passaði á mig... passar!

Nú er bara að vonast eftir kraftaverki sem reddar öllu hinu sem er að fokkast upp hjá mér (bara mér sko, Hákon er óhultur!).

þriðjudagur, janúar 29, 2008

Dæs

Þann 20. mars ætlaði ég að vera í fallegum kjól, vera grönn, og ganga tignarlega um á háhæluðum skóm.
Í dag á ég engann kjól, ég er ekki grönn og er með klemmda taug sem veldur því að ég haltra og get ekki staðið á tám. Þetta lítur ekki vel út.

fimmtudagur, janúar 24, 2008

Ég hlakka svo til...

Þegar við getum flutt til Íslands og átt heimili þar og allt verður fyrirsjánlegt og leiðinlegt.

þriðjudagur, janúar 15, 2008

Auglýsing

Ágætu lesandi

Lumar þú á skemtilegum (og góðum!) myndum af okkur Hákoni, sundur, saman eða í góðra vina hópi sem teknar hafa verið síðustu árin?

Þá máttu gjarnan senda mér eina eða nokkrar á anos33@hotmail.com

er að setja saman myndaalbúm.

sunnudagur, janúar 13, 2008

Snjólaug!!!

Ég er ekki með emailinn þinn viltu senda mér hann?!

föstudagur, janúar 11, 2008

Já já

Nú er ég búin að hella vatni yfir tölvuna mína.

fimmtudagur, janúar 10, 2008

Veit ekki allveg með þetta ár samt, byrjaði á að slasa mig í baðkarinu á Barðastöðum. Var svo hálfvitalegt að ég sagði engum frá því at the time en vá hvað mér er búið að vera illt í rassinum.

Er samt búin að vera að skipuleggja á fullu, velti því oft fyrir mér afhverju ég gerðist ekki bara ritari eða eithvað. Sé sjálfa mig í hillingum í litlu herbergi að flokka bréfklemmur og raða skjölum, verst bara hvað ég er léleg í vélritun.

sunnudagur, janúar 06, 2008