fimmtudagur, september 30, 2004

departure: - 4 hours

Húrra lanþráður dagur loksins runnin upp. Íbúðin er (næstum hrein) og ég er búin að pakka. Þetta gekk þá ekki hrakfallalaust fyrir sig; eldhúsgólfi þornaði ekki svo það var á mörkunum að ég gæti klárað að vaska upp, gleymdi að skola hárnæringuna úr hárinu á mér og fattaði það ekki fyrr en ég var búin að blása það og var næstum byrjuð að slétta það (ég er svo bræt stundum), en nú er komið að þessu. Nú er bara að skrifa miða til passaranna og drífa sig af stað.
Húrra!!! Denmark here I come

miðvikudagur, september 29, 2004

Oj þeim

Jón Steinar Gunnlaugsson er orðin hæstaréttardómari,
það er búið að rífa niður gömlu innréttungarna í lansbankanum svo það er ekkert gaman að koma þangað lengur,
Það er uppselt á Marianne Faithfull tónleikana,
og ég á ennþá eftir að klára fáranlega einfalda ritgerð áður en ég get farið að pakka!!!
...grrr

þriðjudagur, september 28, 2004

Operation cleaning

Íbúðin mín er að fara í pössun um helgina. Ungherra Sigurðson ætlar að taka að sér að dvelja hér á meðan ég er í köben og klappa kettinum og svoleiðis. Þessi ráðahagur hefur leitt af sér gífurlega tiltekt, því þó að það sé alkunna að ég er sóði og hef mjög háann draslþröskuld óska ég engum þess að búa í mínum skít. Hef þess vegna ráðist í stóraðgerðir cleaningwise, þreif m.a.s eldhúsinnréttinguna sem var svosem ekki vanþörf á, þannig að ég er búin með jólahreingerninguna, húrra.

Nú þarf ég bara að lesa eina skáldsögu, tugi blaðagreina og skrifa eina ritgerð og þá er ég tilbúin.

sunnudagur, september 26, 2004

dúmsídúms...jammogjá

Síðustu daga hef ég oft fengið góðar hugmyndir og oft hefur verið reynt að byrja en alltaf hætt við og hef svosum ekki miklu við þetta að bæta, og þó og þó... Gæti kannski talað um;

Hvað ég kann vel við Þjóðarbókhlöðuna,
Hvað ég hlakka mikið til að fara til Köben á fimmtudaginn
Hverju ég hef tekið eftir á flandri mínu um miðbæinn,
-hvað Prikið er orðið glansandi fínt
og að nýji umhverfisráðherrann mætti í gulum jakka á fyrsta fundinn sinn í stjórnarráðinu
Hvað ég er orðin leið á að þvælast ein í bænum milli 14 og 15 á miðvikudögum og ef þú kæri lesandi sérð mig á þessum tíma myndir þú viljir koma með mér á kaffihús?
Hvað ég er orðin þreytt á að hitta ekki á rétta stafi á lyklaborðinu
Hvað sambýlismaðurinn er orðinn hrifinn af Erikum (blóminu sko)
Að skólataskan mín rifnaði fyrir einni og hálfri viku síðan og ég tými ekki að kaupa mér nýja en er á sama tíma orðin voða þreytt á að halda á öllum bókunum mínum
Hvað mig vantar mikið hjól til að komast einhvertímann á réttum tíma í skólann
Hvað mér þykir Gísli Marteinn leiðinlegt sjónvarpsefni, en hef víst sagt það áður
Að ég hef ekki getað boðið Bryn í súkulaðiköku afþví ég nenni ekki að taka til :(
og hvað mig langar mikið með henni í bíó en hef væntanlega ekki tíma fyrr en í næstu viku
Hvað Norðmenn gera góðar auglýsingar
Hvað mig langar að fá Louísu heim
Að starf mitt er orðið þess valdandi að ég er hætt að þola börn (utan vinnutíma)
og fleira og fleira...
Þetta efni hefði getað enst mér fram að jólum en hvað um það, ég er búin að koma þessu frá og ef einhvern vantar nánari útskýringar þá er bara að spurja.

sunnudagur, september 19, 2004

Næturlífið

Í nótt átti ég í merkilegum samræðum við mann útum gluggann á leigubíl:

Maðurinn: Ertu á lausu?
Ég: já
maðurinn horfir í smá stund
Maðurinn: Afhverju?
þessari spurningu gat ég ekki annað en svarað
hreinskilningslega: Ég bara veit það ekki
Maðurinn: Ertu kærulaus(hvað sem það nú átti að meina)viltu ekki svona littla, sæta stráka eins og mig?

Þessari spurningu gat ég ekki svarað því þessi maður var ekki lítill og ekki sætur og örugglega tæplega fimmtugur.

Stuttu seinna fór leigubílstjórinn að fræða mig um James Bond og og einhverja hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt um.

föstudagur, september 17, 2004

Úff

Í heimsku minni skipti ég óvart á Ísland í dag(eitthvað sem ég reyni að gera ekki)og þar var Love gúrú að... perfomera (for lack of a better word)og það var ekki gott, eiginlega bara hræðilegt. Ef þetta átti að vera fyndið var ég ekki að sjá það, og þar sem mér skilst á ákveðnum danmerkurfara (sem virðist vera hættur að lesa síðuna mína btw, hint hint)þarf maður að vera suddalega drukkin til að sjá húmorinn í þessu. Sem þýðir að ég mun aldrei ná þessu. Sem er svosem ekkert svo slæmt.

laugardagur, september 11, 2004

Þó get ég ekki ábyrgst að ég geri þetta ekki sjálf.

Umnefni

Mikið er ég feginn að aðrir hafa sömu skoðun á þessu og ég. Einnig fer það voðalega í taugarnar á mér þegar manni er heilsað með lýsingarorðum s.s "Hæ sæti/sæta/sætu hjón/sæta par" þetta hljómar eithvað svo yfirborðskennt og ég er alltaf að bíða eftir því að einhver missi útúr sér "hæ ljóti/feiti/leiðinlegi"
Gott dæmi um þetta er að finna í kvikmyndinni Dís, sem er að öðru leiti ágætis mynd en stórmenguð af þessu leiti.

fimmtudagur, september 09, 2004

Drættir

Ég er komin með yfirdráttar heimild. Já nú var ekki lengur hjá því komist að verða maður með mönnum og ná sér í svoleiðis. Það kemur reyndar ekki til af góðu þar sem ég þurfti að taka námslán til að lifa af árið. Ástæðan fyrir því að ég er einmitt á netinu núna er sú að ég þarf að athuga nákvæmlega hversu miklum péningum ég er búin að eyða það sem af er mánuðinum.
Ég tók neblega þá skynsamlegu ákvörðun að skrá mig í dönsku til 30 ein. sem kemur svo í ljós er áræðinlega dýrasta fagið í öllum háskólanum, bókalega séð. Ekki bætir það stöðuna að ég keypti náttúrulega vitlausa bók í einu fagi og get ekki skipt henni því ég fattaði það ekki fyrr en ég var búin að merkja mér hana, 5000 kall farinn þar, arrg. Sé samt ekki eftir valinu því námið er voða krúttlegt og sætt, næstum eins og að vera kominn í menntaskóla aftur.
Annars er skólinn voða fínn, fyrir utan gærdaginn þegar ég ákvað að fara á flottu, ónýtu, HÁHÆLUÐU stígvélunum mínum og pilsi, og fór svo labbandi í skólann. Mistök sem ég geri ekki aftur.
"Afhverju?" spyrja þá sumir "afhverju fór hún Anna yfirmátaskynsamaíklæðavali eins og puntudúkka í skólann?". "Æi" svarar hún þá "það voru allar hinar stelpurnar eitthvað svo fínar í pilsunum sínum að mig langaði að prófa líka og ég átti ekki aðra skó sem pössuðu við pilsið"
Heyriði þetta! "allar hinar" það virðist vera að HÍ sé að takast það sem barnaskólanum, gagnfræðaskólanum og menntaskólanum tókst ekki...fá mig til þess að vilja vera eins og allir hinir. En örvæntið ekki reynsla gærdagsins hefur sýnt mér að "allir hinir" eru ekki svarið, ó nei. Svartir, FLATBOTNA, Camperskór eru svarið. Best að athuga með yfirdráttinn.

föstudagur, september 03, 2004

Ahhh

Föstudagur: Money in the bank, matur í ískápnum og Michael Ball í sjónvarpinu, og öll helgin framundan.

fimmtudagur, september 02, 2004

Öskur og læti

Mikill djöfulsins hávaði getur verið í drukknum unglingsstelpum!!!!