laugardagur, apríl 30, 2005

Tomorrow and tomorrow and tomorrow...

Hitta Fríðu
Eldsmiðjan ( vonandi)
Nýjar gallabuxur
Útborgun
Video

allt þetta EFTIR stórt, þungt 100 % próf kl 13:30

...creeps in this petty pace from day to day...

föstudagur, apríl 29, 2005

For the record...

Ég þurfti að gera mér ferð í bankan minn í dag, og sem og aðra daga fór ég fótgangandi. Ég lagði af stað heiman frá mér kl 14:40 og var komin í Landsbanka, Laugarvegsútibú kl 14:53. Þegar ég hafði lokið viðskiptum mínum þar (sem tók u.þ.b 5 mín) hélt ég heim á leið með örstuttu stoppi í bókabúðinni á Hlemmi og var komin hingað upp á hólinn minn kl 15:20.

Bíll smíll!

fimmtudagur, apríl 28, 2005

Predúlur og fúgur

Minn ágæti penna vinur og kórfélagi Holyhills, hélt tónleika í kvöld. Hann hefur haldið því fram nú um nokkurt skeið, að hann kynni á píanó og þótti mér því ástæða til að mæta á staðinn og sannreyna þetta.
Það er skemmst frá því að segja að jú jú, Helgi kann á píanó.

Meira að segja bara afskaplega vel!

þriðjudagur, apríl 26, 2005

Mais oui!


You Belong in Paris


Stylish and a little sassy, you were meant for Paris.

The art, the fashion, the wine, the men!

Whether you're enjoying the cafe life or a beautiful park...

You'll love living in the most chic place on earth


What City Do You Belong in? Take This Quiz :-)



Find the Love of Your Life
(and More Love Quizzes) at Your New Romance.






Pása...

Það er snildar þáttur í sjónvarpinu; How to cook með Deliu Smith (konan sem kenndi bretum að elda). Hún er búin að sýna hvernig maður sýður egg, og núna er hún að kenna okkur að ná skurninni af. Hér sit ég með snúðinn minn, penna og blað og tek glósur.

Ég býð spennt eftir kartöfluþættinum.

Nothing to lose sleep over

Ég veit ekki hvort það var vegna þess að ég setti á mig maskara og fór af stað í prófið í háhæluðum stígvélum, eða kikkið sem ég fékk af því að skrifa með græna glimmerpennanum mínum á bleikt blað, sem olli því að þetta varð ekki svo slæmt. Allavega virtist prófdómarinn sáttur við mig, og þó ég hafi komið titrandi og skjálfandi inn í prófið þá kom ég nokkuð stöðug út.
Til að fagna sjálfri mér, ákvað ég að fá mér göngutúr niðrí bæ og skoða endurnar, því það er mín skoðun að endur séu fyndnustu dýr sköpunarverksins, og svo var svo gott veður að ég nennti ekki heim strax. Sem ég gekk meðfram tjörninni og velti því fyrir mér hvort ég ætti að koma við í búð og kaupa skóáburð og pússa stígvélin mín, fékk ég mjög svo undarlega tilfinningu í hægri fótin. Svona eins og þegar maður missir tönn nema öðru vísi.
Hafði ekki fokkings hællinn hrokkið undan skónum mínum!!!
Þetta þýddi að ég fékk að skakklapast á einum fæti í gegnum allan miðbæinn og heim, í sólinni og góða veðrinu og ólíkt asnalega kærustuparinu sem gekk á eftir mér þá fannst mér þetta ekkert fyndið!! Nú á ég engin stígvél lengur.
Á móti kemur þó að ég þarf ekki að eyða pening í skóáburð.

mánudagur, apríl 25, 2005

Próf á morgun

Shit, shit, shit,shit, shit og så videre...

sunnudagur, apríl 24, 2005

Skrítið

Það grípur mig skyndilega mikil þörf til að þurka af og skúra, merkilegt hvað svona gerist ekki á venjulegum sunnudögum!

Klukkan er 02:08

and this is what Im reading...

"Remember the form of a truth theorem for a proposition:
SVal(true,”John died”) iff John died
Assign the semantic value TRUE to the sentence “John died” if and only if John died.
The semantic value of the sentence “John died” is TRUE if and only if John died
The parallel version for a proper noun would look like this:
SVal(x,”John”) iff x = John
The semantic value of the proper noun “John” is the individual x (in the real world) iff x and the individual John are the same"

föstudagur, apríl 22, 2005

Ég er svo mikið nörd (langur aðdragandi, but there is a point)

Ég uppgvötvaði í gærkvöldi að ég hef ekki verið heima hjá mér fyrir miðnætti á fimmtudagskvöldi í fimm vikur. Þetta veit ég vegna þess að ég hef misst af nákvæmlega fimm þáttum af Desperate Housewifes. Þess vegna ákvað ég að fara á netið og lesa mér til um það sem á undan var gengið, því frankly þá var ég allveg lost.
Sem ég sat þarna og fletti fram og til baka, þátt eftir þátt, tók ég eftir dálitlu undarlegu,titlar þáttanna voru voru grunsamlega kunnulegir. Eftir smá stund áttaði ég mig á heiti þáttana eru allt tilvitnanir í lagatexta sem ég þekki vel;

Every day a little death
Children won't listen
Ladies who lunch
ofl...

og þetta eru ekki bara einhver lög, ó nei þetta eru lög úr hinum og þessum söngleikjum eftir hinn margrómaða snilling Stephen Sondheim, one of my favorites!!! Og ég kann þau öll!!!

Já kæru vinir áratuga söngleikja áhugi (obsession) hefur loksins "borgað" sig, I have a gift!!!

fimmtudagur, apríl 21, 2005

Gleðilegt sumar

Mér skilst að skátarnir hafi ekki frosið í hel niðrí bæ eins og venjulega sem er ánægju efni. Ég er samt fegin að ég skyldi hafa tekið forskot á sæluna og fagnað komu sumars á þriðjudaginn, það var líka mun betra veður þá.
Annars er ég að bíða eftir því að fá sumargjöf, skil ekki trassaskapinn í foreldrum mínum að vera ekki löngu komin færandi hendi með sápukúlur eða nýja sumarskó!

Og svo langar mig rosalega í lummur eða pönnukökur með sultu og rjóma eða eitthvað, svona til hátíðarbrigða.

miðvikudagur, apríl 20, 2005

Mér fannst hann líka alltaf svo evil eitthvað...

...nú er ég búin að fatta afhverju!!!

Hvað voru þeir að hugsa????



Originally uploaded by mér.
Ekki nóg með að maðurinn sé afturhaldsseggur dauðans heldur er hann líka svo ljótur að það er varla horfandi á hann!

þriðjudagur, apríl 19, 2005

Nú er vetur úr bæ...

Yndislegt, yndislegt. Ég labbaði til Ömmu í dag og þegar ég hafði sinnt skyldum mínum þar tímdi ég ekki að fara heim svo ég labbaði niður í bæ. Á svona dögum kemur borgarbarnið margfalt upp í mér og mér finnst bærinn minn fallegasti staður í heimi.
Ég ákvað að halda uppá sumardaginn fyrsta aðeins fyrr í ár og fór og fékk mér pulsu á Bæjarinns bestu, settist á bekk og horfði á sjóinn, skipin og Esjuna. Stelpan í Eymundsson var líka komin í sumarskap, búin að lita hárið á sér skærbleikt og alles, allur bærinn virtist vera í góðu skapi.

En sumarið blítt kemur fagurt og frítt...

Mér fannst þetta líka góður dagur til að prófa eitthvað nýtt, svo ég keypti sprite zero, appelsínu og SKYR.IS MEÐ PERUBRAGÐI. Og svo keypti ég líka stærstu agúrku í heimi bara afþví að hún var svo stór, ég og afgreiðslumaðurinn hlógum mikið af henni.

Svo gaman.

...meður fjörgjafarljósinu skæraaaaa!

mánudagur, apríl 18, 2005

Trend setter

Það eru greinilega fleiri sem lesa mig en ég gerði ráð fyrir. Ég átti leið um Hagkaup fyrr í dag og ákvað að labba mig framhjá svörtu renndu peysunum sem ég minntist á. Bara skoða notlega, budgettinn rúmar ekki lúksus eins og föt, and what do you know...allt búið! Ég hef greinilega áhrif víða. Kannski ég ætti að gera nánari útlistingu á því sem mig langar í, svona fyrir ykkur þarna úti? Nei annars þá yrði ekkert eftir handa mér.

En sem betur fer voru en til nokkur dömuhjól með körfu. Verð að eignast svoleiðis, so please ekki klára þau líka!

Jæja

próf segiði...

sunnudagur, apríl 17, 2005

Wimbleton

Afhverju er maður að kvelja sig svona?

laugardagur, apríl 16, 2005

Dagskrá kvöldsins

Leigja spólu
Baka tvær kökur
Taka til í eldhúsi
Búa til armband


Mig langar í svarta rennda peysu... já og dömuhjól með körfu og böglabera, bara ef einhver er í gjafmildu stuði.
Ég veit ekki á hvoru ég hef minna álit á, svíum eða miðaldra kellingum sem reyna að stela gervi burburry treflinum manns!

Jú annars, treflaþjófinum! Mér er nefnilega sama um svíana en mér er ekki sama um trefilinn minn.

fimmtudagur, apríl 14, 2005

Jú...

Ég ætla að panta'nn!

miðvikudagur, apríl 13, 2005

Our house, its a very very very nice house...

Ég elska íbúðina mína. Hún er nákvæmlega eins og ég vil hafa hana, nema að ég myndi ekki slá hendinni á móti sturtu. Þessvegna varð ég rosalega sár fyrir hennar hönd þegar maðurinn sem kom að skoða hana í dag sagði að hún væri í sæmilegu ástandi.
Sæmilegu!!! Hún er í fokking brilliant ástandi miðað við að ég bý í henni! ég var meira að segja búin að taka til specially

Annars átti ég brakethrough moment í dag, ég hafði tekið með mér smjör inn í stofu á meðan ég var að borða og nokkru seinna á meðan ég var að horfa á sjónvarpið varð mér litið á smjörið og hugsaði á sem oft áður að ég þyrfti eginlega að fara með það inn í ísskáp. And what do you know, ég stóð upp og fór inn í eldhús með smjörið og setti það inn í ísskáp!!
Nú þyrfti ég bara að gera slíkt hið sama við Freskað mitt.





Mig langar í appelsínu.

þriðjudagur, apríl 12, 2005

Spurning?

Á ég að panta Harry Potter bókina á amazon just in case?

Já, ég vil fá svar!

Oh my god!!!

Ég er online...í þjóðarbókhlöðunni....í minni tölvu. Húrra!!!

Nú þarf ég ekki lengur að standa í röð í tölvuverinu, eða sitja með uppáþrengjandi (yet oh so soft, sweat and cuddly) kött í fanginu í tölvunni heima hjá mér. Yndislegur staður Þjóðarbókhlaðan.
Ég finn mig þó knúna til að biðja ykkur samnemendur mína afsökunnar á nokkrum atriðum; mér þykir mjög leiðinlegt þegar það heyrist hátt í rennilásnum á skólatöskunni þegar ég opna og loka henni, eins þykir mér slæmt hvað ég kjamsa mikið á ópalinu sem ég er að borða. Hljóðin í buxnaskálmunum mínum þegar þær slást saman eru líka ósköp þreytandi, ég veit again I'm sorry. Svo ekki sé minnst á hvað ég slæ fast á lyklaborðið og fletti bókunum mínum hátt.

Ég vil að þið vitið að mér finnst þetta mjög leiðinlegt.

En... þetta hefur ekki áhrif á góða skapið. Ég náði glugga sæti og stóru rúmgóðu borði so I'm bursting with joy!!!

mánudagur, apríl 11, 2005

sunnudagur, apríl 10, 2005

Mary Poppins regnhlif


Mary Poppins regnhlíf
Originally uploaded by mér.
Ég verð að eignast svona, það er svo miklu ódýrara að fljúga á milli staða svona heldur en með flugvél. En til þess að nálgast hana, verð ég fyrst að komast til Londondon.

Mig langar svo í Kók...

Fyrsta vikan var eiginlega ekkert mál, önnur vikan virðist ætla að verða aðeins erfiðari. Sem er óheppilegt því ég þarf aldeilis að halda mér vakandi næstu daga. Þetta ekki ekki svo mikið hausverkur eða líkamleg einkenni, heldur langar mig svo mikið í.

Ég er að hugsa um að drífa mig í fermingarveislu til að hressa mig við. Kannski fer ég jafnvel í rauðu skónum svona til þess að gleðja mig.

.........................

Update:

Þegar ég ákvað að fara í femingarveislu var ég búin að gleyma því að ég virðist vera búin að týna hárburstanum mínum, svo ég greiddi mér með kambnum hans Njáls, I know I know.
Svo var ég líka búin að gleyma að það var risa gat á svörtu nælonsokkabuxunum, og þar sem ég hafði bara tíu mín til að mála mig, greiða mér og allt hitt, makaði ég bara naglalakki á lærið á mér. Það hélt og enginn sá gatið en nú eru sokkabuxurnar fastar við mig
Ég gerði heldur ekki ráð fyrir því að það væri kók í boðinu...see where I´m going with this?

Ég féll! Ég drakk tvö kók glös og þau voru æði, en nú er ég hætt. Lofa.

laugardagur, apríl 09, 2005

Vill einhver koma með mér á Downfall???

Æi þetta var nú ósköp sætt

En ég held að ég hafi aldrei séð eins taugaveiklaða brúði.

föstudagur, apríl 08, 2005

Ef ég gerði alltaf allt sem ég ætlaði mér að gera, þá væri lífið dásamlegt.


Reyndar...

þó ég gerði bara helmingin af því þá væri það líka dásamlegt.

miðvikudagur, apríl 06, 2005

?

Í gær fann ég kúlu á höfðinu á mér, vinstra megin.

Kannast einhver við að hafa lamið mig í hausinn?

mánudagur, apríl 04, 2005

Desperate measures

Ég er ekki en búin að ganga frá sparistellinu hennar Ömmu, síðan úr matarboðinu um daginn. Ég gat ekki ákveðið hvort ég ætti að pakka því aftur niður í kassa, eða koma því fyrir einhverstaðar, ef ske kynni að ég þyrfti að nota það bráðlega. Sem ég var að velta þessu fyrir mér, mundi ég allt í einu eftir tómu hillunni í fataskápnum mínum og ákvað að það væri góður staður fyrir postulín.

Ég er öruglega eina manneskjan á landinu sem geymir stellið sitt í fataskápnum sínum.

But I didn't stop there...Af einskærum ótta við að pabbi minn finni upp á því að siga Möggu hinum megin á mig með kamerurnar til að kenna mér að þrýfa, ákvað ég að grynnka aðeins á dótinu í eldhúsinu mínu. Þannig að núna hef ég bara aðgang að einum disk, tveimur glösum og tveimur settum af hnífapörum, restin fór sömu leið og Ömmustell.

Nú verð ég að vaska upp :D !!!

sunnudagur, apríl 03, 2005

Ah!!!

Var að sjá mynd af eldhúsi þar sem lítilli og sætri uppþvottavél hafði verið komið inni í skáp (undir vaskinum sko).

Mig langar í svoleiðis!

Ég á einmitt svona skáp sem hefur ekkert að gera, og fullt eldhús af óhreinu leirtaui.

laugardagur, apríl 02, 2005

Ég henti peysunni.

föstudagur, apríl 01, 2005

Reality check

I had a shity day!

Manstu eftir kúkableyunni sem ég var að vonast eftir? Well, það sinnum 70 var ógeðið sem ég þurfti að díla við í dag og fékk m.a.s að taka með mér sýnishorn heim í poka. Þess vegna fór ég í hræðilegri grænni flíspeysu í kúlustu búð bæjarins, sem var ekki kúl. Mig langar að vera kúl á föstudögum! Svo var mér líka kalt því það blæs í gegn um svona peysur og ég var notla nakin innan undir.

Þetta, samfara því að hafa fengið minna en ég átti von á í laun og lame ass einkun á miðannarprófi gerir það að verkum að ég er í vondu skapi. Svo get ég ekki ákveðið hvort ég á að þvo kúka peysuna eða henda henni bara.

oh woe is me...


Eins gott að ég er að fara í afmæli í kvöld!