sunnudagur, september 26, 2004

dúmsídúms...jammogjá

Síðustu daga hef ég oft fengið góðar hugmyndir og oft hefur verið reynt að byrja en alltaf hætt við og hef svosum ekki miklu við þetta að bæta, og þó og þó... Gæti kannski talað um;

Hvað ég kann vel við Þjóðarbókhlöðuna,
Hvað ég hlakka mikið til að fara til Köben á fimmtudaginn
Hverju ég hef tekið eftir á flandri mínu um miðbæinn,
-hvað Prikið er orðið glansandi fínt
og að nýji umhverfisráðherrann mætti í gulum jakka á fyrsta fundinn sinn í stjórnarráðinu
Hvað ég er orðin leið á að þvælast ein í bænum milli 14 og 15 á miðvikudögum og ef þú kæri lesandi sérð mig á þessum tíma myndir þú viljir koma með mér á kaffihús?
Hvað ég er orðin þreytt á að hitta ekki á rétta stafi á lyklaborðinu
Hvað sambýlismaðurinn er orðinn hrifinn af Erikum (blóminu sko)
Að skólataskan mín rifnaði fyrir einni og hálfri viku síðan og ég tými ekki að kaupa mér nýja en er á sama tíma orðin voða þreytt á að halda á öllum bókunum mínum
Hvað mig vantar mikið hjól til að komast einhvertímann á réttum tíma í skólann
Hvað mér þykir Gísli Marteinn leiðinlegt sjónvarpsefni, en hef víst sagt það áður
Að ég hef ekki getað boðið Bryn í súkulaðiköku afþví ég nenni ekki að taka til :(
og hvað mig langar mikið með henni í bíó en hef væntanlega ekki tíma fyrr en í næstu viku
Hvað Norðmenn gera góðar auglýsingar
Hvað mig langar að fá Louísu heim
Að starf mitt er orðið þess valdandi að ég er hætt að þola börn (utan vinnutíma)
og fleira og fleira...
Þetta efni hefði getað enst mér fram að jólum en hvað um það, ég er búin að koma þessu frá og ef einhvern vantar nánari útskýringar þá er bara að spurja.

Engin ummæli: