sunnudagur, nóvember 26, 2006

Update

Þegar til kom var það svo ekkert blessaður snjórinn sem hefur verið að trufla mig þessa vikuna, heldur helvítis strætókerfið!

sunnudagur, nóvember 19, 2006

Á ég að segja ykkur svolítið ljót?

Mér finnst svona veður yndislegt. Sérstaklega á sunnudögum, þegar ég þarf ekki að fara neitt út og get huggað mig undir sæng allann daginn. En mér fannst það líka yndislegt í kvöld þegar ég var á leið til byggða, vel klædd í hlýjum bíl.

Ef þú spyrð mig á morgun verð ég áreiðanlega búin að skipta um skoðun, því þá þarf ég að fara út kl 8, taka þrjá strætóa og ösla snjóinn uppá kálfa. En þangað til ætla ég að njóta kyrrðarinnar, myrkursins og kuldans, sem og jólaskapsins sem er farið að láta á sér kræla.

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

Fréttir

Eftir rúmlega tveggja mánaða bið kom í dag til mín lítill og skrítinn kall, með fitugt hár og setti upp hjá mér mitt eigið adsl, breiðbands net. Nú þarf ég ekki lengur að ste...afsakið fá lánað netið hjá nágrannanum við hliðiná, nokkuð sem gleður okkur bæði* mjög mikið. Ekki minnkaði gleðin þegar mér bauðst að dánlóda nýju msn forriti. Nú get ég verið á msn tímunum saman á þess að allt frjósi, þangað til annað kemur í ljós.

Ég er koma heim á morgun ég er mjög spennt en nenni samt ekki að byrja að pakka, sem segir okkur að ég er búin að ferðast of mikið á þessu ári þvi ég elska að pakka, það er yfirleitt upppakkningin sem ég nenni aldrei að klára. Núna er klukkan s.s að ganga sex og ég er aðalega að reyna að gera það upp við mig hvort ég eigi að biðja pabba að gefa mér fisk eða kjúkling og franskar á föstudaginn.
Kannski ég ætti að prófa að fara bara ekki með neitt, ég meina ég á tannbursta hjá Hákoni og ég get öruglega fundið gula bolinn hans sem ég svaf í mestallann janúar. Það gæti verið áhugavert að sjá hversu lengi ég kæmist upp með að vera alltaf í sömu fötunum áður en fólk færi að hafa orð a því.
Nei annars ég ég verð að hafa auka skó með, það segir sig sjálft, og þá er allveg eins gott að taka nokkrar nærbuxur til skiptana. Svo þarf ég líka að koma þessum þremur jólagjöfum sem ég er búin að kaupa heim einhverntíman svo það er allveg eins gott að gera það núna.

Jæja ég held að ég sé búin að tala mig inná að byrja á þessu. Best að fara að finna vegabréfið.




*Reyndar er ég að vona að hann hafi ekkert fattað þetta

þriðjudagur, nóvember 07, 2006

I dag...

Lagaði ég hurð...sjálf!

laugardagur, nóvember 04, 2006

Vikan

Ég er búin að eiga alveg ótrúlega pródúktíva viku, svona miðað við mig. Ekki nóg með að ég sé búin að fara fjórum sinnum útúr húsi til að læra, þá er ég líka búin að fara með hjólið mitt í viðgerð, einu sinni í bíó og fara í íslenskt pulsupartý. Þar að auki er ég búin að fjárfesta í grænni ryksugu og kaupa eina jólagjöf! Svo er ég líka búin að mæta í skólann.

Sko mig!

(Já og svo er ég búinn að kaupa mér flug heim 16. - 27. nóv)