sunnudagur, september 19, 2004

Næturlífið

Í nótt átti ég í merkilegum samræðum við mann útum gluggann á leigubíl:

Maðurinn: Ertu á lausu?
Ég: já
maðurinn horfir í smá stund
Maðurinn: Afhverju?
þessari spurningu gat ég ekki annað en svarað
hreinskilningslega: Ég bara veit það ekki
Maðurinn: Ertu kærulaus(hvað sem það nú átti að meina)viltu ekki svona littla, sæta stráka eins og mig?

Þessari spurningu gat ég ekki svarað því þessi maður var ekki lítill og ekki sætur og örugglega tæplega fimmtugur.

Stuttu seinna fór leigubílstjórinn að fræða mig um James Bond og og einhverja hljómsveit sem ég hef aldrei heyrt um.

Engin ummæli: