fimmtudagur, ágúst 31, 2006

Í gær borðaði ég pönnsur og súkkulaðiköku, í dag hætti ég í vinnunni og flyt í fjórða skipti á einu ári, á morgun fer ég í klippingu og ömmukveðjur, og hinn daginn fer ég út.

dæsi dæs...mig grunar að þetta verði ekki í síðasta sinn sem ég geri eithvað þessu líkt.

En Pönnukökurnar voru góðar.

laugardagur, ágúst 26, 2006

What I did this summer

Í sumar er ég búinn að vinna og sofa, fá kvef, púsla eitt púsl og lesa nokkrar bækur. Ég fór líka ég í viku sumarfrí með Hákoni í sumarbústaðnum okkar (þ.e heima hjá pabba og mömmu og knúsaði köttinn minn) og svaðilför í Þórsmörk. Svo fór ég fjórum sinnum á tónleika og einusinni í brúðkaup og halda afmæli. Við erum líka búin að bjóða fólki í mat og vera boðin í mat og fara út að borða.

Það sem ég er ekki búinn að gera nóg af er að hitta vini mína meira eða ömmur mínar, borða pönnukökur og fara í berjamó.

Nú er vika í það að ég fari aftur til Danmerkur og á þessari viku þarf ég að pakka niður, flytja út af Langholtsveginum, fara í klippingu og á tónleika, borða pönnukökur, skúffuköku, lax, og skyr, hætta í vinnunni og kveðja alla.

Ef þið viljið hitta mig þá má hringja, annars kam ég aftur um miðjan október í frí, svo það verður hægt að hitta mig þá.

miðvikudagur, ágúst 16, 2006

Attention visitors!

Eða bara Hilla því hún er víst sú eina sem les þetta lengur...

Geirfuglaballið á Menningarnótt hefst á miðnætti í Iðnó, húsið opnar kl 22:30. Ég verð þar í bláum kjól og með þrenn pör af skóm til skiptana, komið og dansið með mér!

laugardagur, ágúst 12, 2006

Helgar

Um síðustu helgi gerðust þau undur og stórmerki að ég fór í bæinn á tónleika og kom heim til mín seint um nótt.
Um þessa helgi er ég veik og geri mest lítið annað en að horfa á Strumpana í tölvunni, jú og horfi á Gey pride gönguna í sjónvarpinu (léleg útsending btw) að farast úr gremju yfir því að geta ekki verið á staðnum.

En um næstu helgi, um næstu helgi kemur það sem ég er búin að vera að bíða eftir í heilt ár, neblega Geirfugla ballið mitt. Ég er að smala og er að reyna að ná sem flestum til að dansa með mér, því tveimur vikum seinna þarf ég að fara aftur til Danmerkur, og af því að ég er búinn að vera lélegur vinur í sumar þarf ég að ná að hitta fullt af fólki áður en ég fer. Þannig að það verður hægt að finna mig eftir miðnætti á menningarnót í Iðnó .