sunnudagur, febrúar 03, 2008

Kraftaverk!!

Skrifaði þrjú email og fékk öll þau svör sem ég hafði vonast eftir og þar með eru allir stóru bútarnir komnir á sinn stað og lífið orðið talsvert auðveldara.

Annað og merkilegra, get gengið á háhæluðum skóm svo að segja skammlaust (bara ekki pinnahælum en það er allt í lagi). Þetta myndi nú reyndar ekki flokkast undir kraftaverk heldur mikla þrautsegju og pilluát af minni hálfu. Bólgan í liðnum að minka og fóturinn að styrkjast með hjálp mikilla æfinga.
Roslega skery samt að lamast svona. Venjulega ef ég haltra þá er það vegna þess að það er vont að labba venjulega. Núna labbaði ég bara af stað og tók ekki eftir neinu fyrr en ég var farin að finna til hér og þar og tók eftir því að ég var komin í keng og fóturinn allur beyglaður undir mér, eða svoleiðis. Ég er neblega svo laus í liðunum að ef það eru engir vöðvar til að styðja þá (í þessu tilfelli á utanverðum fótleggnum) þá verð ég eins og tuskudúkka.
Svona háir manni reyndar líka í hvíld því þó að maður ætli bara að snúa sér í rúminu þá er fóturinn svo þungur að það er heljarinnar mál að láta hann fylgja restinni.

En, hér með læt ég lokið skrifum af vinstri fótlegg og lofa að skrifa aldrei um hann aftur.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Jú jú kraftaverkin gerast enn svo mikið er víst! Hlakka svaklega mikið að fá ykkur heim!