miðvikudagur, janúar 30, 2008

Pípúls!

Tjekkið öll pósthólfin ykkar. Öll, líka þau sem þið hafið ekki kíkt á í fjórar aldir. Ef það er bréf frá mér þar, svarið því þá og látið mig vita hvort það hafi komist til skila.

Að öðru: fór í háhælaða skó í dag og gat ekki gengið í þeim öðru vísi en stífa vinstra hnéð og svegja búkin til að ýta honum áfram. Tignarlegt? Neibb.
Á móti kemur að kjóllinn sem ég keypti um daginn af því hann var á svo fáránlegri útsölu en ekki af því að hann passaði á mig... passar!

Nú er bara að vonast eftir kraftaverki sem reddar öllu hinu sem er að fokkast upp hjá mér (bara mér sko, Hákon er óhultur!).

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Húrra fyrir kjólnum!
Hvernig er Íslandsferðum þínum annars háttað, kemurðu í heimsókn til Íslands í feb líka?

xxx fsj

Nafnlaus sagði...

Ég fékk tölvupóst, sem og aðrir fjölskyldumeðlimir mínir í víðum skilningi þess orðs.

xfsj

Anna sagði...

Já elskan, ég er á heimleið og verð fram á haust, ekki fara í Kaupmannahafnarháskóla! :(

Ásdís sagði...

Ég fékk póstinn og ég mæti ;)

Nafnlaus sagði...

Svo það kom í ljós að þetta var allt klemmd taug?

Anna sagði...

neibb klemmda taugin var afleiðingin.