sunnudagur, nóvember 19, 2006

Á ég að segja ykkur svolítið ljót?

Mér finnst svona veður yndislegt. Sérstaklega á sunnudögum, þegar ég þarf ekki að fara neitt út og get huggað mig undir sæng allann daginn. En mér fannst það líka yndislegt í kvöld þegar ég var á leið til byggða, vel klædd í hlýjum bíl.

Ef þú spyrð mig á morgun verð ég áreiðanlega búin að skipta um skoðun, því þá þarf ég að fara út kl 8, taka þrjá strætóa og ösla snjóinn uppá kálfa. En þangað til ætla ég að njóta kyrrðarinnar, myrkursins og kuldans, sem og jólaskapsins sem er farið að láta á sér kræla.

Engin ummæli: