fimmtudagur, janúar 12, 2006

Dæs

Eftir fimm daga þrotlausar skriftir, óteljandi maltisers kúlur, næstum því heilann pakka af ss pulsum, eina dós af túnfisksalati og hálfann pakka af hrökkbrauði var ekkert annað að gera en að krossa fingur og ýta á send (með hinni hendinni).

Loksins, loksins er ég komin í jólafrí!

Nú get ég tekið til við allt það sem ég ætlaði að framkvæma milli jóla og nýjárs, og ég ætla ekki einusinni að reyna að halda því fram að það hafi verið sökum lærdóms.
Á listanum er meðal annars að stytta buxur og kjól, safna saman tónlist í tölvuna,horfa á fullt af bíómyndum, fara á kaffihús og í partý, knúsa mann og annann, fara í leikhús, sinna ömmum, ketti, foreldrum og vinum, já og lesa smá anatómíu.

Djöfull verður þetta æðislegt.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Hey ég á einmitt fullt af tónlist í tölvuna þína!

Ásdís sagði...

hvar er nýr póstur... handa okkur bloggsjúklingonum ;)