miðvikudagur, janúar 11, 2006

Denmark vs. Iceland

Á Íslandi eru allir peningarnir mínir á kortinu mínu, sem er til dæmis ekki hægt að nota í strætó.
Í Danmörku er ég alltaf með pening í vösunum, allavega nóg fyrir einni pulsu og strætóferð hvert sem ég vil fara.
Á Íslandi (í morgun) þurfti ég að taka tvo strætóa til að komast heim til mín. Beið eftir þeim fyrri í tíu mínútur (í pilsi og þunnum sokkabuxum)og komst svo að því að hinn seinni gengur ekkert lengur þá leið sem ég hélt og tókst með snarræði að koma í veg fyrir að ég endaði í Kópavogi.
Í Danmörku get ég alltaf komist leiðar minna með strætó eða lest og þarf sjaldan að bíða lengur en í fimm mínútur.
Á Íslandi keypti ég mat fyrir 2500 kr (reyndar í dýrri búð en þetta voru ekki margir hlutir)
Í Danmörku kaupi ég sjaldan mat fyrir meira en 75dkr (og það er í dýru búðinni)
Á Íslandi er ég mað gallabuxur sem eru of stórar en ég mun passa í þegar ég fer aftur.
Í Danmörku hjóla ég allt og borða ekki neitt, sem er að hafa mjög skemtilegar afleiðingar.
Á Íslandi geri ég alla í kringum mig geðveika með því að endurtaka aftur og aftur "Sko, í Danmörku er það þannig að..."
Í Danmörku tala ég ekki um annað en að komast heim.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hehehehe eg skil tig vel ;)

Nafnlaus sagði...

Lífið er svo flókið.....