mánudagur, desember 24, 2007

Gleðileg jól

Þrettándi var Kertasníkir,
-þá var tíðin köld,
ef ekki kom hann síðastur
á aðfangadagskvöld.
Hann elti litlu börnin,
sem brostu glöð og fín,
og trítluðu um bæinn
með tólgarkertin sín.
Á sjálfa jólanóttina,
-sagan hermir frá,
- á strák sínum þeir sátu
og störðu ljósin á.
Svo tíndust þeir í burtu,
-það tók þá frost og snjór.
Á Þrettándanum síðasti
sveinstaulinn fór.

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gleðilegt nýtt ár gamla mín og megi nýja árið verða ykkur gæfusamt og hamingjuríkt. Sjáumst vonandi sem oftast.
kv.
Gunnur