fimmtudagur, október 18, 2007

Gestir

Það besta við að fá gesti er að þá getur maður orðið túristi aftur í smá stund. Þá get ég farið í bæinn á hverjum degi, farið í dýrar búðir og skoðað dýrt dót, og farið oft á kaffihús og út að borða. Það var sérstaklega frábært í þetta skipti því líf okkar er búið að vera sérstaklega (og yndislega) hversdagslegt síðan við komum aftur og tilbreytingin þess vegna vel þegin. Það eina er að maður er soldið lengi að trappa sig niður eftir að hafa haft það svona gott, og þá er nú gott að vera í fríi.
Í Danmörku er núna opinbert haustfrí og þá fara skólarnir í frí og við líka. Reyndar er ég eiginlega alltaf í fríi því ég er bara í skólanum einusinni í viku. Hákon er hins vegar í allvöru fríi svo við erum basicly búin að liggja í rúminu síðan á þriðjudaginn. Við erum reyndar búin að viðra okkur á hverjum degi en að öðru leiti er allt aktevítet búið að vera í algjöru lágmarki.
Það kom okkur reyndar í koll í gær þegar vatns kallinn kom að lesa af mælunum og íbúðin var í rúst. En þá gerir maður bara það eina sem hægt er að gera í stöðunni; sendir Hákon fram að taka á móti honum, felur sig undir sænginni og þakkar fyrir að það verður ekki lesið af mælunum aftur fyrr en eftir ár.

Engin ummæli: