fimmtudagur, september 27, 2007

Vei!

Við Hákon erum búin að vera á leiðinni að sjá Mr. Skallagrímsson síðan í fyrra sumar og aldrei fundið tíma til þess. Nema hvað um daginn fréttum við að sýningin ætti að koma til Kaupmannahafnar í smá tíma og því fórum við á stúfana og redduðum okkur miðum.
Við erum bæði mjög spennt og glöð með það en enþá glaðari urðum við þegar við sáum verðið á miðunum (Þá sérstaklega danska nirfilshjartað mitt).
Miðinn kostar nefnilega bara 100dkr stykkið! Sem þýðir að fyrir to miða + sendingakostnað erum við að borga minna en andvirði eins miða á sömu sýningu á Íslandi. Þar að auki þarf maður að keyra í Borgarnes til að sjá sýninguna og þar við bætist bæði bensínkostnaður (ca. 2500,veit samt voða lítið um það) og í göngin 1800kr (fram og til baka alveg viss um þessa tölu). Samtals myndi þessi leikhúsferð kosta 10.100 ísl kr.
Hér þurfum við bara að hjóla niður á Kristjánshöfn, sem tekur tíu mín. Svo getum við líka farið út að borða fyrir sýningu og fengið okkur ís á eftir og samt átt afgang!

3 ummæli:

Ýrr sagði...

Vei! Ógó skemmtileg sýning sko.

Nafnlaus sagði...

Kúl, góður díll :)

Nafnlaus sagði...

Vá! Það er ekkert smá verðmunur! Það liggur við að það sé ódýrara að fara til Kaupmannahafnar og sjá sýninguna þar! Segir manni bara hvað það er okrað svakalega á manni hérna.
Have fun :)
Snjósa