föstudagur, mars 30, 2007

Húrra!!

Í dag var góður dagur. Ég keypti mér sólgleraugu og sótti hjólið mitt í viðgerð, sem er nú eins og nýtt. Við Hákon splæstum í restina af Matador, cust in case að lagerinn klárist áður en við komum frá London. Svo héngum við í smá stund útí garði á peysunni af því að veðrið var svo gott, Hákon gerði sudoku og ég eignaðist nýja vinkonu sem er þriggja ára og elskar krullur.
Í kvöld ætla ég að reyna að klára fyrsta uppkast af fyrri hluta, fyrsta kafla ritgerðarinnar og á morgun ætla ég að taka til og pakka og svo förum við London á sunnudaginn.

dæs...good times.

p.s af gefnu tilefni vil ég taka það fram að læknaneminn átti bara að notast til þess að lesa yfir áðurnefnda ritgerð ekki til neins annars, hvorki með fiski eða í sófa.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ó, svoleiðis ;)

Ásdís sagði...

Borgný vinkona mín er læknanemi í kaupmannahöfn ;)

Nafnlaus sagði...

Góða skemmtun í London!