þriðjudagur, desember 05, 2006

Óskarlisti

Eins og venjulega um þetta leiti árs hef ég verið að dunda mér við gerð lista yfir það sem mig langar í í jóla og afmælisgjöf. Ég á neblega afmæli í næstu viku og svo eru jólin að koma og svona óskalistar hafa svínvirkað síðustu árin.
Ég veit ekki allveg hvað gerst hefur í ár en þegar ég leit yfir listann áðan tók ég eftir að það sem átti að vera hress og skemmtilegur jólagjafa listi, með lúksus dóti sem maður kaupir sér ekki sjálfur og öðrum þess konar óþarfa, er orðin að innkaupalista fyrir framtíðina.
Á þessum lista eru aðalega hlutir sem vantar inná heimilið, stórir sem smáir, auk hluta sem mig dreymir um að eignast einhvertíman í framtíðinni (sumt í mjög fjarlægri framtíð).

Hlýtt, stórt ullarteppi í sauðalitunum
Förðunarpensla + augnskugga
iLife 06 pakka í tölvuna
Kúl pottaleppa
Bókina viltu vinna miljarð
OXO dót
Litla ferðatösku
Tivoli útvarp sem gengur fyrir batterí og er hægt að tengja iPod við.
Jólabókina
Ísland í aldanna rás, nýju
Dúk á borðið (hvítan, úr IKEA t.d)
Stórt baðkar (svona frístandandi, sporöskju laga)
Þvottavél
Vegghanka fyrir viskustyki
Mjög hýja, fyrirferðalitla peysu sem skal notast undir kápur
Kökukefli
Bókahillu

Ég geri semsagt ekki ráð fyrir að að sjá mest af þessu undir jólatrénu í ár, en mun mjög líklega taka listann með mér í IKEA fljótlega eftir áramót og redda þessu ódýrasta.

6 ummæli:

Anna sagði...

Á þennann lista mætti svo bæta mottum á gólfin og hillu á baðið

Nafnlaus sagði...

Það er einmitt hægt að fjárfesta í förðunarpenslum í smáralindinni fyrir 8990kr aðeins um er að ræða fimm channel pensla!

Anna sagði...

já já ég kaupi mér bara svoleiðis sjálf þegar ég verð ríkur talmeinafræðingur.

Nafnlaus sagði...

Vegghanki fyrir Viskustykkin er möguleg jólagjöf. Ekki of dýr og kemst vel undir jólatréð.
kv
Gunnur

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið Anna mín, og takk fyrir síðast!

Vi ses på Island

Nafnlaus sagði...

Til hamingju með afmælið og góða ferð á morgun.
Katrín Anna bað fyrir spes kveðjum frá sér, hún er alltaf að spyrja um þig, af hverju þú sért eiginlega í útlöndum þar sem hún getur ekki hitt þig og knúsað þig.