mánudagur, september 25, 2006

Gamla hverfið mitt

Í gær voru óeirðir á Nörrebro, múrsteinum var kastað í lögreglu og yfir tvöhundruð manns handteknir, og þetta var ekki bara einhverstaðar á Nörrebro, nei þetta var í gömlu götunni minni. Sjónvarpið sýndi í gær beint frá 7-11 búðinni sem ég verslaði alltaf við og stoppustöðinni þar sem ég tók alltaf strætó til Sigga og Sigrúnar. Það fyrsta sem ég hugsaði þegar ég sá myndirnar var "ææ þeir voru í allann vetur að leggja þessa gangstétt, vonandi verður hún ekki rifin upp og eyðilögð fyrir þeim".

Þá held eg nú að það sé betra að vera hérna á Amager i rólegheitunum.

Engin ummæli: