miðvikudagur, maí 17, 2006

Jæja viljiði vita meira?

Ég sá þessa íbúð fyrst í febrúar, þegar ég var að stelast til að skoða fasteignaauglýsingar. Á þeim tímapunkti var ekki á dagskrá að fara út í íbúðarkaup. Ég féll strax fyrir henni, og var fljót að koma mér út af síðunni og bölvaði sjálfri mér í sand og ösku fyrir að hafa verið að þvælast þarna in the first place. Það er neblega svo leiðinlegt þegar mann langar í eitthvað sem maður getur ekki fengið, og mér fannst nóg komið af þess konar leiðindum á þeim tímapunkti.
Svo fyrir þremur vikum urðu aðstæður þannig við höfðum möguleika á að kaupa, og þá ákvað ég að gá hvort íbúðin væri þarna enn, þó ég væri eiginlega hand viss um að svo væri ekki. En viti menn, þarna var hún og afþví að við hefðum verið hálfvitar ef við hefðum ekki a.m.k reynt ákváðum við að stökva á hana.
Caprivej er úti á Amager, þar sem skólinn minn er, í rólegu hverfi rétt hjá ströndinni. Þarna er ofsalega mikið af trjám og á bakvið húsið mitt er æðislegt hverfi með eld gömlum og litlum einbýlishúsum sem ég ætla að rannsaka vel í haust. Íbúðin sjálf er mjög týbísk millistríða blokkaríbúð, hún öll nýuppgerð, og það hefur enginn búið í henni eftir breytingar. Í eldhúsinu er glænýr ískápur og gaseldavél sem er mikill spenningur fyrir (þó það eigi nú eftir að koma í ljós hvort það verður einhver peningur til þess að kaupa mat þegar búið er að borga öll lán og svona).
Nú bíð ég bara eftir því að fá lyklana sem verður vonandi og að öllum lýkindum 15. júní því það eru nokkrir lausir endar sem þarf að hnýta fyrst og svona. Mér finnst soldið langt þangað til, en ég hef svosem blessuð prófin til að dunda mér við þangað til...

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Vá, en magnað til hamignju með íbúðina:-)
Auður kórstelpa

Ásdís sagði...

hvað er íbúðin stór ?

Anna sagði...

Takk :-)

Íbúðin er 50 fermetrar

Nafnlaus sagði...

Æði pæði. Til hamingju með íbúðina. Skil þig samt svo vel varðandi það að skoða hluti og geta ekki keypt þá. Ég er ennþá að hugsa um skó sem ég keypti ekki útí Slóveníu fyrir nokkrum árum síðan... úff úff, hvað var ég að hugsa :p