fimmtudagur, apríl 06, 2006

Ég er komin heim!

Agalega stuttur fyrirvari og top secret þar að auki. Mér fannst þetta ótrúlega skemtilegt og er mikið að velta því fyrir mér hversu oft maður getur birst svona óvænt áður en það fer að verða gamalt.

Reyndar skil ég ekki hvernig er hægt að lifa svona tvöföldu lífí og vera alltaf að ljúga. Allavega var ég komin með dauðans samviskubit eftir einn sólahring af "já einmitt ég kem heim 7. ætlarði ekki að sækja mig...ha?"
Shit, fólkið sem sat með mér í flugvélinni hefur öruglega haldið að ég væri að drepast úr flughræðslu, því ég sat teinrétt alla leiðina, óf saman fingrum og stappaði fótum á milli þess sem ég reyndi að kíkja á úr sessunautar míns til að sjá hvað væri mikið eftir. Ofaná alltsaman var þetta leiðinlegasta flug sem ég hef farið í og langt eftir því, ekki einusinni smá ókyrrð til að drepa tíman við.

Að lokum vil ég svo þakka þeim sem hjálpuðu mér í lyginni, ég vildi að þið hefðuð getað séð þetta líka :)

5 ummæli:

Ýrr sagði...

iss, ég bæði jók á lygina og sá þetta ;) thíhíhíh

Nafnlaus sagði...

ohhh, ég missti af þessu :(

Lára sagði...

Heyrðu þú verður þá bara að lýsa því í smáatriðum fyrir okkur hinum sem misstu af öllusaman! Alla sólarsöguna!

Nafnlaus sagði...

ég var í beinni á msn, verst að Ýrr var ekki með webcamið uppi við þá hefði ég getað sé þetta líka!

Annars saknar veskið mitt þíns ekki neitt þó ég geri það! Hef ekki farið á kaffihús síðan þú fórst!

Anna sagði...

Em alla vega þá flýtti ég heimferðinni án þess að láta Hákon vita, barðist svo við að halda kjafti í 3 daga og endaði á því að fara og sækja hann heim til Bigga og Ýrrar þar sem hann átti að vera að læra. Og hann varð voða hissa og allir urðu voða voða glaðir :)
Æi þetta var svona "you had to be there" moment, held ég.
Annars skaltu bara spurja þá sem urðu vitni að þessu ég bara man þetta ekki nógu vel sko ;)
............
Gott að mín er saknað:)