þriðjudagur, mars 28, 2006

Ég fór sem sagt til Finnlands

nánar tiltekið til Tuurku sem er í suður Finnlandi. Turku er borg sem svipar sumpart til Hafnafjarðar og sum part til Akureyrar nema bara miklu miklu stærri. Þar er hvað mest áberandi herskari unglinga sem heldur mest til í verslunarmiðstöðum en hvorki múmínálfar né tyrkir in sight.
Þegar ég lenti á flugvellinum í Tuurku hugsaði ég "hvert er ég komin" þegar ég settist inn í leigubílinn hjá leigubílsstjóranum sem talaði ekkert þeirra tungumála sem ég tala hugsaði ég "hvernig datt mér þetta í hug". Einhvernvegin tókst mér samt, með handabendingum að koma mér niður í miðbæinn þar sem leigubílstjórinn setti mig út á torgi, þar sem ég spottaði tvær hm búðir og andaði strax léttar, þarna var einhverskonar siðmenning. Þremur tímum seinna átti ég mjög svo ánægjulega endurfundi við fjölskyldið.
Við skemmtum okkur ósköp vel og mér fannst gott að hitta fólkið mitt aftur, því stundum þarf maður bara að re-groupa og finna grunninn sinn aftur, sérstaklega í þetta skipti.

5 ummæli:

Anna sagði...

p.s ég fann og keypti mér múmínstrák á leiðinni heim. Og Snúð!

Nafnlaus sagði...

Fær maður að sjá myndir?

Nafnlaus sagði...

Hvað er það sem minni á Akureyri? Múmínálfaleysið eða umglingaskarinn?
Snjósa

Anna sagði...

Ég veit það ekki allveg það var bara einhver svipur þarna.
Annars var samferðafólk mitt ekki sammála mér (sumir hlógu m.a.s að mér) svo kannski er ég bara búin að vera of lengi frá Íslandi.

Nafnlaus sagði...

Allavega Akureyri, söknuðurinn er skiljanlegur :P
Snjósa