mánudagur, september 26, 2005

Urgg

Hvaða hálfvita datt í hug að að hafa blá ljós inni á almenningsklósettum?!

Nánartiltekið kvennaklósettunum í KUA! Í bláum ljósum verða frekknurnar manns ennþá meira áberandi sem og allar aðrar bólur eða línur sem kunna að vera til staðar.
Sérstaklega er þetta slæmt þegar maður er með RISA sár undir vinstri nösinni sem vill ekki fara, með úr sér vaxið hár sem er allt útum allt, og þarf að vera í landi með fullt fullt af hávöxnum grönnum ljóshærðum stelpum sem eru alltaf í flottum fötum með hár sem er alltaf fullkomlega greitt (þó þær hafi hjólað í skólann), og yfirleitt í svona brúnum stígvélum eins og mig langar í.

Og svo étur þetta ekkert nema gulrætur!

11 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Your Blog. It's nice . When you get time, check out my site at fantastic

Anna sagði...

NEI!!!! nei nei nei!
Ég er ekki í stuði fyrir svona!

Hvernig losnar maður við þetta????

Eygló sagði...

Ég náði að setja eitthvað svona lykilorða dótarí á mitt kommentakerfi. Þá þarf viðkomandi að slá inn orðið sem hann sér og þar sem þetta er yfirleitt eitthvað tölvustýrt apparat þá kemst það ekki í gegnum lykilorðið. Ég fékk einmitt einhver 17 komment eða eitthvað..allt svona út í bláinn pirrandi dót.

Annars eru ljóshærðu,grönnu,hávöxnu gulrótaæturnar allsstaðar greinilega. Ég sé allavega fullt af gelum á hverjum degi. Svo er maður sjálfur alltaf úfinn og tættur í úreltum fötum.. I feel your pain,sister!

Nafnlaus sagði...

Blá ljós? svona fjólublá svo að æðarnar sjáist ekki? Anna mín það er til þess að horrenglurnar geti ekki sprautað sig í handlegginn...

Snjósa

Anna sagði...

Nei þau eru bara blá...og svo eru gul ljós þar sem vaskarnir eru, maður kemur blindur þaðan út!
...............
svo langar mig að fara að heyra í þér, ertu aldrei á msn? ´cos Im always there.

Nafnlaus sagði...

ööö... msn... nei, ég vinn það mikið á tölvuna þessa dagana að ég læt mig ekki dreyma um að geta sett msn inn og samt náð prófum... hömmhömm.. :) en ég tek glöð við tölvupóstum og ef ég sit við tölvuna þá get ég lofað að svar berst um hæl :)
Snjósa

Nafnlaus sagði...

Ok fer fljotlega ad setjast vid skriftir hvort sem er.
....................


i frettum er tad helst ad netid heima er bilad, drasslid undir nefinu stækkar dag fra degi og grunar mig helst ad mer se ad vaxa nytt nef!
Einnig get eg ekki akvedid hvort eg a ad vera heima yfir aramotin eda ekki, tar sem eg a ad mæta i prof tann tridja.
Rok min fyrir tvi ad vera heima eru helst tau ad mig langar svo a Geirfuglaball (sem eg er ekki viss um hvort einusinn verdur)eda i gott aramotaparti. Rokin a moti eru tau ad tad verdi ofært 2. jan og ad eg missi af profinu!

Please help me!!!!

Nafnlaus sagði...

þetta eru anti sprautu ljós, rétt hjá snjósu og iss piss með stelpurnar, dönskum strákum líst ekkert á þessar puntdúkkur þegar íslenskt kvendi kemst í færi við þá. trust me.

Nafnlaus sagði...

þetta eru anti sprautu ljós, rétt hjá snjósu og iss piss með stelpurnar, dönskum strákum líst ekkert á þessar puntdúkkur þegar íslenskt kvendi kemst í færi við þá. trust me.

Nafnlaus sagði...

já og þetta var louie, sem finnst heimskulegt að nota ljós til að fela æðar, þar sem er minnsta málið að finna æðar þó þær sjáist ekki. þetta er kannski svo að amatör heróinfíklar komist ekki í sitt fix

Nafnlaus sagði...

Já það er undarlegt hvað danskar stelpur virðast alltaf vera vel til hafðar!

Komdu bara heim um áramótin, farðu aftur út 1. jan þá hefður 2. til að læra í ró og næði. Það gerist næstum aldrei að það sé ófært til útlanda!