miðvikudagur, ágúst 17, 2005

Ég er lasin

Þess vegna hef ég haft tíma til að skoða gamlar myndir á kór síðunni and what a fabulous trip down memorie lane I´ve had. Var þetta í allvörunni svona gaman, svei mér ef kórinn minn hefur ekki verið hápunktur síðustu þriggja ára og hvað í ósköpunum á ég að gera án hans. En svo fékk ég hugmynd!
Hvað er nú betra á dimmum blautum vetrarkvöldum en að orna sér við góðar minningar sem spretta fram við að skoða skemtilegar myndir??? Well þar sem að ég get ekki verið viss um að vera með nettengingu í útlandinu (allavega ekki strax) ákvað ég að hlaða inn á tölvuna mína nokkrum vel völdum myndum og jafnvel síðar meir að prennta þær út og setja í gamaldags albúm (ég elska myndaalbúm).
Góð hugmynd já, en gjörsamlega óframkvæmanleg. Sjáðu til ég get ekki valið, ég vil eiga þær allar, ALLAR. Því eins og einhver sagði þá getur maður ekki treyst því að það sem þessi kór tekur uppá lifi í minningunni allveg að sjálfu sér. Því eftir því sem tíminn líður dofnar minningin og þá hættir maður að trúa því að þetta geti í raun og veru hafa gerst, ef ekki væri fyrir myndirnar.
Eins og til dæmis þessi mynd:

Hver hefði geta trúað því að hægt væri að koma öllum þessum löppum fyrir ofaní þessum litla potti?
Og hverjum öðrum en kórnum mínum hefði dottið í hug að reyna?

6 ummæli:

Harpa Hrund sagði...

já við erum æði :D

Nafnlaus sagði...

Þessi pottamynd minnir mig nú alltaf á fjöldagröf....

Nafnlaus sagði...

Anna mín, hvernig er þetta annars með kveðjupartýið þitt??

Anna sagði...

Ja þér er allavega boðið :)

Ýrr sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Ýrr sagði...

Thíhí, ég var að tékka hvað myndi gerast ef maður henti kommentinu sínu. Nú veit ég það ;)

Finnst annars leiðinlegt að komast ekki á laugardag...en ég verð í bandi við ykkur!