laugardagur, júlí 31, 2004

Fuck Vísa

Ég tek það fram að mér reynist ekki létt að nota Vísakort. Reyndar vildi ég gjarnan vera ein af þeim sem nota það út í hið óendanlega og er bara allveg sama um afleiðingarnar, en ég er bara ekki þannig. Það hefur hingað til verið dregið fram í lok mánaðarins þegar allur péningur er búinn, eða í erlendum viðskiptum mínum (amazon dot kom og annað skemtilegt).
Þetta hefur þó ekki verið neinn gífurlegur peningur hingað til. En nú er svo komið að ég er orðin (hrollur) "fullorðin" og er því farin að ferðast ein til útlanda, rosa gaman og mikið fjör nema það að nú þarf ég að borga allt ein og sjálf, sniff. Enginn til að bjóða mér í mat eða bíó eða kaupa handa mér eithvað fallegt, og þar kemur vísa kortið inní.
Þá er afskaplega þægilegt að hafa svona kort sem virkar allstaðar en það er vita vonlaust fyrir mig að halda reiður á því hversu miklu ég er búin að eyða og þess vegna er ég nú komin í þá stöðu að ég skulda pabba mínum (sem betur fer fara mín viðskipti í gegn um hann annars væri ég í fangelsi núna) yfir 100.000 kr. Eða réttara sagt var ég í þessari stöðu í byrjun júní og er búin að vera að borga smámsaman í allt sumar og á núna um 70.000 eftir. Púff með þessu áframhaldi verð ég búin að borga þetta niður næsta sumar.
Ég er nefnilega í svona hugsjóna starfi sem ég fæ sama og ekkert borgað fyrir, þannig að ég sem ætlaði að verða rík í sumar (sem þýðir 90. þús í stað 50. þús sem ég lifði á í vetur) er í nákvæmlega sömu sporum og í vetur, nema núna er þetta svo miklu, miklu sorglegra.

Engin ummæli: