fimmtudagur, desember 15, 2005

Ekk'á morgun, ekki hinn, heldur hinn...

Þessir síðustu dagar hafa verið sönnun á því að tíminn líður (sem ég vissi nú svosum en var nærri hætt að trúa á). Ég er búin að pakka niður glimmerskónum og jólakjólnum, og öllum jólagjöfunum, ásamt öllu hinu sem ég þarf ekki að nota þangað til ég fer og taskan er næstum full.
Reyndar tek ég með mér þrenna spariskó og ein stígvél, en svo ég vitni beint í orð Hillu þegar ég var eithvað að hafa áhyggjur af því að þetta væri of mikið, "það eru jól!" og jólin eru hátíð skónna. Svo þarf ég líka að geta valið á milli háhælaðra og flatbotna ef ökklinn heldur áfram að vera leiðinlegur, so you see, ástæða fyrir öllu.
Annars er svolítið skrítið að vera að fara í frí heim til sín. Til dæmis þegar maður er að pakka, þá þarf maður að passa að vera með allt með sér því það er ekki hægt að skreppa bara heim og sækja það sem gleymdist. Svo þarf ég líka alltaf að vera að minna mig á að Mamma mín á þvottavél, svo ég þarf ekki að vera með endalaust af fötum til skiptana.

Úff nú er ég aftur komin með fiðrildi í magann

5 ummæli:

Anna sagði...

Downside: Núna langar mig svo að máta nýjuskóna aftur og þeir eru fastir lengst oní tösku. :(

Anna sagði...

Játs!

Nafnlaus sagði...

díll

heli

Nafnlaus sagði...

btw..

til hamingju með afmælið!

betra er seint en aldrei!

heli

Anna sagði...

thank you darling